Námskeið í Grænu bókhaldi

Til að auðvelda skil á Grænu bókhaldi býður Umhverfisstofnun upp á nokkur tveggja tíma námskeið fyrir þá sem óska upplýsinga og kennslu við gerð þess. Námskeiðin verða haldin dagana 24. og 25. febrúar og 3. og 4. mars kl. 09:00 – 11:00 hjá Umhverfisstofnun. Stofnunum utan af landi stendur til boða að skrá sig á fjarfundi þann 26. febrúar eða 5. mars milli kl. 09:00 og 11:00. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast skráið ykkur hjá Hólmfríði Þorsteinsdóttur, holmfridur.th(hja)ust.is og hafið samband við hana ef einhverjar spurningar koma upp.