Bílastæði fyrir rafbíla hjá Stjórnarráðinu

Rekstrarfélag Stjórnarráðsins er að ljúka við uppsetningu hleðslustöðva fyrir rafmagnsbíla á bílastæðum sem Rekstrarfélag Stjórnarráðsins hefur umsjón með. Til að byrja með verða 6 bílastæði ætluð til að hlaða rafbíla og verður aðgangur að hleðslustöðvunum opinn þeim sem hafa aðgang að bílastæðum ráðuneytanna, en síðar munu þær verða aðgangsstýrðar og mögulegt gjald innheimt fyrir hleðsluna.