Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræðum (RLE) lauk fjórða og fimmta skrefinu í vikunni. Ferðalagið gekk vel hjá rannsóknastofunni sem fékk nýlega staðfestingu á ISO-14001 vottun á sínu umhverfisstjórnunarkerfi. Óhjákvæmilega geta því fylgt ýmsar áskoranir fyrir sérhæfðar stofnanir eins og rannsóknastofnanir að fara í gegnum Grænu skrefin en það var ekki til hindrunar í þessu tilviki þótt síður sé. Vísindaleg hugsun innan RLE skilaði því að fókusinn var alltaf á þeim vandamálum sem hægt var að leysa og sem mestu máli skiptu fyrir stofnunina. RLE starfar innan Háskóla Íslands þar sem er unnið að Grænu skrefunum á mismunandi sviðum Háskólans. Nú hefur RLE rutt brautina fyrir hin sviðin sem geta nýtt sér reynslu RLE sem lærdóm við sína innleiðingu á Grænu skrefunum og sjálfbærnimálum inn í sinn kjarnarekstur.

Við í Grænum skrefum þökkum RLE fyrir samstarfið og óskum þeim innilega til hamingju með skrefin.