Vatnajökulsþjóðgarður með 2. Græna skrefið

Starfsfólk Skaftafellsstofu með viðurkenningarskjal Grænna skrefa
Í apríl síðastliðnum luku starfsstöðvar Vatnajökuls við innleiðingu á 2. Græna skrefinu. Í fjarúttektum okkar var gaman að sjá og heyra af metnaðarfullu umhverfisstarfi sem unnið er á hverjum stað og hversu jákvæðir starfsmenn eru í garð verkefnisins. Meðal þess sem hefur verið gert við innleiðingu á skrefi 2 er ítarleg innkaupagreining, áhersla á umhverfismál í verklagsreglum stofnunarinnar um fundi og upplýsingamiðlun og metnaðarfull markmiðasetning í Grænu bókhaldi.
Í Vatnajökulsþjóðgarði er lögð áhersla á fræðslu til starfsfólks og í vetur sóttu þau m.a. vistakstursnámskeið hjá Ökuskólanum í Mjódd og starfsfólk Austursvæðis tók MasterClass í sjálfbærni, umhverfismálum og heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna í Hallormsstaðaskóla. Til hamingju með glæsilegan árangur starfsfólk í Fellabæ, Gömlubúð, Gljúfrastofu, Kirkjubæjarklaustri, Mývatni, Skaftafellsstofu, Skaftárstofu og Snæfellsstofu!

Sérsmíðaðar flokkunartunnur falla vel inní rýmið á Snæfellsstofu

Góðar og skýrar flokkunarleiðbeiningar; myndmál, íslenska og enska

Starfsfólk Snæfellsstofu fer til og frá vinnu á rafbíl