Upptaka og glærur af kynningarfundi um nýjan gátlista
Í gær, 13. janúar, héldum við kynningarfund á Teams um nýjan gátlista en hann finnið þið efst undir Vinnugögn. Fundarglærur eru hér.
Á fundinum kom eftirfarandi fram varðandi það hvernig við skiptum yfir í nýja gátlistann:
- Ekki þarf að vinna þau skref sem nú þegar eru í höfn samkvæmt nýjum gátlista
- Best er að byrja strax að vinna í núverandi skrefi eftir nýjum gátlista
- Gefum þó svigrúm til 1.mars til að klára núverandi skref samkvæmt gamla gátlista
- Endurmat 2 árum eftir að öllum skrefum er náð –> nýr gátlisti
Við sögðum einnig frá því að Hildur væri tímabundið komin í önnur verkefni innan Umhverfisstofnunar svo hún er ekki í Grænu skrefunum sem stendur. Þorbjörg Sandra, Ásdís Nína og Birgitta standa því vaktina ásamt nýjasta starfsmanni verkefnisins, Gró Einarsdóttur. Birgitta fer svo í fæðingarorlof í febrúar og þá taka hinar við samskiptunum við hennar stofnanir.
Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur fyrirmyndargátlistann sem Gró sýndi frá í gær. Hann finnið þið undir Vinnugögn – ítarefni. Eins og Gró sagði er ákaflega mikilvægt fyrir ykkur og okkur að gátlistinn sé vel fylltur út og gott að hugsa þetta sem svo að nýjir starfsmenn á ykkar stofnun sem taka við verkefninu síðar meir átti sig á því hvernig hver aðgerð var framkvæmd og hver ber ábyrgð á henni.
Við höfum svo bætt allskonar nytsamlegu ítarefni undir Vinnugögn eins og t.d. dæmi um ferðavenjukönnun, ferðaákvörðunartré, leiðbeiningum um 5. skref, umfjöllun um muninn á umhverfisstefnu og loftslagsstefnu og leiðbeiningum um ábyrga kolefnisjöfnun. Endilega skoðið það!
Annars þökkum við kærlega fyrir góða mætingu og frábærar spurningar – alltaf gaman að eiga við ykkur samtal um Grænu skrefin og umhverfismál, metnaðurinn hjá ykkur er áþreifanlegur 🙂