Umboðsmaður skuldara stígur Grænu skrefin
Umboðsmaður skuldara hefur skráð sig til leiks í Grænum skrefum.
Megintilgangur embættisins er að bæta stöðu einstaklinga sem eiga í greiðsluerfiðleikum og auðvelda þeim að koma greiðslubyrði og skuldastöðu í ásættanlegt horf.
Hjá Umboðsmanni skuldara starfa 17 einstaklingar og við hlökkum til að leiðbeina þeim í átt að umhverfisvænni skrifstofustarsemi og stíga með þeim Grænu skrefin!