Spörum orku í sumar
Nú líður að sumarfríum hjá starfsfólki. Munum að ganga frá vinnustöðvunum okkar þannig að þær noti sem minnsta orku á meðan við erum í fríi. Að loka gluggum, draga fyrir og lækka á ofnum sparar heitt vatn. Að slökkva á tækjum, taka tölvur, skjái og dokkur úr sambandi sparar rafmagn. Dokka sem er slökkt á notar svipað mikið rafmagn og ein ljósapera. Skjáirnir geta auðveldlega notað enn meira. Safnast þegar saman kemur!
Við í Grænu skrefunum hvetjum ykkur til að senda póst á samstarfsfólk ykkar með þessari áminningu, þið getið nýtt ykkur tékklistann okkar sem listar upp helstu atriði hér.