Skrifstofur Landspítala stíga tvö Græn skref
Skrifstofur Landspítala í Skaftahlíð hafa nú stigið fyrstu tvö Grænu skrefin. Á Landspítala hefur öflugt umhverfisstarf verið unnið um árabil og gekk innleiðing Grænu skrefanna vel og örugglega fyrir sig í Skaftahlíðinni. Líkt og kemur fram á heimasíðu spítalans er Landspítali einn stærsti vinnustaður landsins með rúmlega 5 þúsund starfsmenn og starfsemin umfangsmikil og fjölbreytt. Undanfarin ár hefur verið unnið ötullega að verkefnum sem draga úr umhverfisáhrifum og hefur áhersla verið lögð á gera hlutina sem einfaldasta og skýra sé þess kostur, þannig að auðvelt sé fyrir starfsfólk að vera umhverfisvænt.
Við bendum á að hér er hægt að nálgast allar helstu upplýsingar um umhverfismál á Landspítalanum.
Innilega til hamingju með fyrstu tvö skrefin!