Skilafrestur vegna Græns bókhalds er 1. júní 2020
Þessa dagana standa yfir skil á Grænu bókhaldi vegna ársins 2019. Bókhaldinu er skilað í Gagnagátt Umhverfisstofnunar og er skilafrestur þann 1. júní næstkomandi. Þær stofnanir sem vilja geta einnig haldið utan um bókhaldið í excel vinnuskjali sem hala má niður hér á síðunni. Tengiliðir Grænna skrefa eru allir komnir með aðgang að Gagnagáttinni og skrá sig inn með tölvupóstfangi og lykilorði sem þeir fengu sent. Smellt er á Ég gleymdi lykilorðinu! fyrir nýtt lykilorð.
Ein mikilvægasta aðgerð Grænna skrefa er að stofnunin haldi Grænt bókhald en með því fæst góð yfirsýn yfir umhverfisáhrif starfseminnar. Í framhaldinu er svo hægt að setja sér markmið um betri frammistöðu t.d. er kemur að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, úrgangsmyndun, endurvinnslu og umhverfisvænni innkaupum.