Kynningarefni um matarsóun

Nú höfum við birt kynningarefni um matarsóun undir vinnugögnum. Þar má finna glærukynningu um matarsóun sem nota má fyrir fræðsluerindi, myndband um nokkur húsráð gegn matarsóun, auk þess sem hægt er að panta „Notaðu nefið“ plakat hjá okkur sem hengja má upp til áminningar.
Við hvetjum þátttakendur til að nýta sér efnið og deila með starfsfólki!

Minnum einnig á segla og límmiða sem ykkur býðst að panta ykkur að kostnaðarlausu.

Segull – húsráð gegn matarsóun

Segull – notaðu nefið

Áminningarmiði – minnkum matarsóun – íslenska

Áminningarmiði – minnkum matarsóun – enska