Lyfjastofnun komin með 1. Græna skrefið
Við óskum Lyfjastofnun til hamingju með að vera komin með 1. Græna skrefið.
Lyfjastofnun ætlar ekki að láta þar við sitja heldur hófu árið á því að endurskoða umhverfis- og loftlagsstefnu sína og hafa fylgt þeirri vinnu eftir með markvissri aðgerðaáætlun. Við væntum þess því að Lyfjastofnun haldi ótrauð áfram að taka skrefin.
Helena W Óladóttir, sem er tengiliður Grænna skrefa segir í tilefni dagsins að: „Við erum svo heppin að starfsfólk Lyfjastofnunar hefur tekið vel í þær breytingar sem við höfum gert, sinnir flokkun af miklum móð og er áhugasamt um að leggja sitt af mörkum til að markmið ársins náist.“
Enn og aftur til hamingju! Þetta eru góðar fréttir að taka með sér inn í helgina