Upplýsingafundur: Spurt og svarað um Grænt Bókhald

Í lok mánaðarins ber öllum stofnunum hafa skilað inn Grænu BókhaldiAf því tilefni sláum við til upplýsingafundar þar sem við munum fara stuttlega yfir bókhaldið en verja síðan góðumma í  fara yfir spurningarVið mælum með  fólk taki frá 35 mínútur í dagbókinni sinni fyrir fundinn til  horfa á kynningarmyndbandið um Grænt bókhald og Gagnagátt Umhverfisstofnunar á vef Grænna skrefa því þar er flestum algengum spurningum svarað.  

Grænt bókhald er forsenda þess að stofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins geti sett sér mælanleg markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda í loftslagsstefnu og þess vegna er mikilvægt að allar stofnanir skili.  

Upplýsingafundurinn fer fram á:

Mánudaginn 22. mars: 11:00-12:00

Á fundinum munum við einnig sýna hvar þið getið skoðað myndræna framsetningu á skilum síðustu ára, en þá er hægt að bera saman árangur fyrri ára eða bera saman stofnun sína og aðrar stofnanir. 

Föstudaginn 26. mars: 13:30-15:00 munum við hafa opið þjónustuborð fyrir stofnanir sem vantar aðstoð á lokametrunum fyrir skil. 

Nánari upplýsingar og fundarboð voru send á tengiliði stofnanna. Vinsamlegast hafið samband á graenskref@graenskref.is ef þið hafið ekki fengið boð.