Kennslumyndband fyrir Grænt bókhald
Við viljum vekja athygli á því fyrir tengiliði Grænna skrefa að uppfært kennslumyndband fyrir Grænt bókhald er nú aðgengilegt. Skil á Grænu bókhaldi eru fyrir 1. apríl 2021 og hefur það reynst stofnunum sem hafa skilað Grænu bókhaldi áður afar vel að vinna bókhaldið jafnt og þétt fram að skilum.
Skil á Grænu bókhaldi er ein af lykilaðgerðum Grænna skrefa og undirstaða allrar vinnu tengdri loftslagsstefnu ríkisaðila. Myndbandinu er skipt í kafla eftir ólíkum umhverfisþáttum og ykkur til hægðarauka má finna nákvæma tímasetningu þessara hluta hér:
Kynning á Grænu bókhaldi 00:00
Kynning á Gagnagátt Umhverfisstofnunar, þangað sem bókhaldinu er skilað 1:23
Síða 1 – Stærð húsnæðis og fjöldi stöðugild 2:47
Síða 2 – Skrifstofupappír og prentþjónusta 4:42
Síða 3 – Ræsti- og hreinsiefni og ræstiþjónusta 6:45
Síða 4 – Rafmagn og heitt vatn 9:30
Síða 5 – Akstur 12:04
Síða 5 – Flug 15:41
Síða 6 – Önnur losun 19:07
Síða 7 – Samgöngusamningar 20:40
Síða 8 – Úrgangur 21:40
Síða 9 – Aðrar rekstrarvörur 24:20
Síða 10 – Matarsóun 25:14
Síða 11 – Niðurstöður og markmið 27:00
Síða 12 – Samantekt á losun gróðurhúsalofttegunda, matarsóun og kolefnisjöfnun 29:22
Síða 13 – Staðfesting á skilum 30:55
Síða 14 – Skilafrestur og aðstoð 31:24
Gangi ykkur vel!