Upptaka aðgengileg – fyrirlestur um áreiðanlegar umhverfisvottanir

Upptaka af fyrirlestrinum er nú aðgengileg á Youtube – sjá hér.
Þriðjudaginn 18. apríl kl. 11:00 – 11:45 fer fram fyrirlestur í streymi um áreiðanlegar umhverfisvottanir. Fyrirlesturinn er ætlaður fyrir þátttakendur í Grænum skrefum og hvetjum við tengiliði til að deila upplýsingum um hann með samstarfsfólki.
Umfjöllunarefni
• Innkaupamáttur opinberra aðila.
• Hvernig geta vottanir einfaldað innkaup?
• Hvaða umhverfismerkjum getum við treyst?
• Hvaða vottanir eru áreiðanlegar fyrir matvæli
Farið verður yfir atriði eins og umhverfisvottaðar vörur og þjónustu, lífrænar vottanir og aðrar vottanir á matvælum. Að auki verður skoðað hvers vegna þetta skiptir máli í stóra samhenginu.
Við hvetjum áhugasama til að senda okkur spurningar og vangaveltur fyrir fram svo að við getum mótað fyrirlesturinn enn frekar eftir ykkar áhuga. Sendið okkur nafnlausar spurningar hér.
Birgitta Stefánsdóttir og Guðrún Lilja Kristinsdóttir sérfræðingar í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun sjá um kynninguna.