Fæðingarorlofssjóður flýgur í gegnum tvö skref í einu!
Líkt og storkurinn sem kemur með börnin flýgur nú Fæðingarorlofssjóður í gegnum fyrstu tvö skrefin.
Fæðingarolofssjóður er undirstofnun Vinnumálastofnunnar, sem vinnur nú ötullega að því að koma öllum sínum starfsstöðvum víða um land í gegnum fyrstu tvö skrefin. Fæðingarorlofssjóður er staðsettur á Hvammstanga en þjónustar foreldra út um allt land. Þau hafa því löngu áður en covid faraldurinn skall á tileinkað sér fjarþjónustu, með tilheyrandi eldsneytissparnaði. Auk þess eru þau dugleg að nota margnota, flokka vel og vandlega og halda sóun á óþarfa í lágmarki.
Við óskum Fæðingarorlofssjóði til hamingju með góðan árangur!