Mennta- og menningarmálaráðuneytið klárar fimmta skrefið
Eitt af síðustu verkum Lilju Alfreðsdóttur sem Mennta- og menningarmálaráðherra var að taka við viðurkenningu frá Umhverfisstofnun þar sem mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur innleitt öll fimm Grænu skrefin. Afhendingin fór fram um miðjan nóvember en ráðuneytið skráði sig til leiks árið 2018 og verkefnið því innleitt í ráðherratíð Lilju.
Við óskum ráðuneytinu og starfsfólki öllu innilega til hamingju með Grænu skrefin.