Kynningarfundur um ný hjálpargögn við gerð loftslagsstefnu
Umhverfisstofnun hefur útbúið tvö ný hjálpargögn sem nota má við gerð markmiðasetningar og aðgerðaáætlunar fyrir loftslagsstefnu. Annars vegar er um að ræða aðgerðabanka sem hefur að geyma dæmi um aðgerðir sem stofnanir geta valið úr og skiptast þær eftir losunarþáttum. Hins vegar er um að ræða excel skjal sem auðveldar stofnunum að nýta niðurstöður Græns bókhalds til þess að sjá hversu mikill samdráttur er nauðsynlegur í hverjum losunarþætti fyrir sig svo að heildarmarkmiði í samdrætti losunar gróðurhúsalofttegunda sé náð.
Í tilefni af útgáfunni verður haldin stuttur rafrænn kynningarfundur þann 29. júní kl. 13:00-13:30. Fundurinn verður tekinn upp og birtur á vef Grænna skrefa fyrir þá sem sjá sér ekki fært að mæta.
Allir eru velkomnir en þó sérstaklega ríkisaðilar sem vinna í gerð loftslagsstefnu.