Hugverkastofan hlýtur 2. Græna skrefið
Á dögunum hlaut Hugverkastofan viðurkenningu fyrir að ljúka 2. Græna skrefinu. Við óskum þeim innilega til hamingju með góðan árangur!
Til að ljúka skrefinu hefur Hugverkastofan meðal annars flokkað vel og vandlega, boðið upp á góða aðstöðu fyrir hjólafólk, skilað grænu bókhaldi og sett sér loftlagsttefnu. Þar kemur fram að Hugverkastofan mun í jöfnum skrefum, allt til ársins 2030, draga úr losun um 40% miðað við árið 2019. Hugverkastofan er í miklu alþjóðlegu samstarfi með tilheyrandi utanlandsflugi og þeirri losun sem hlýst af fluginu. Því er einstaklega mikilvægt að þau hafi sett sér skýr markmið um að draga úr losun frá samgöngum ásamt því að kolefnisjafna starfsemi stofnunarinnar. Hugverkastofan hefur með þessu ekki aðeins metnað fyrir því að hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið heldur einnig að vera fyrirmynd fyrir þá alþjóðlegu aðila sem þau eru í samstarfi við.
Enn og aftur til hamingju!