Fiskistofa komin með 1. skrefið!
Fiskistofa lauk fyrsta græna skrefinu á öllum sínum starfsstöðvum – Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, Stykkishólmi, Ísafirði, Höfn og Akureyri – nú í haust og stefna ótrauð áfram.
Vegna faraldursins fóru úttektirnar fram í gegnum fjarfundabúnað og einnig viðurkenningarafhendingin eins og sést á meðfylgjandi mynd.
Græna teymið hjá Fiskistofu samanstendur af tengiliðum á hverri starfsstöð sem hafa tekið verkefninu með gleði og áræðni. Í spjalli okkar við afhendingarathöfnina kom fram að margt er nú þegar til staðar hjá stofnuninni svo sem ítarleg flokkun á sorpi en tengiliðirnir eru sammála um að ný þekking sé að skapast á öðrum sviðum eins og innkaupum, að þekkja umhverfisvottanir og tileinka sér vistvæna innkaupahætti. Hlökkum til að stíga næstu skref með þessum góða hópi.
Óskum Fiskistofu innilega til hamingju!