Háskólinn á Akureyri ætlar að stíga Grænu skrefin
Við bjóðum Háskólann á Akureyri velkominn til leiks. Hjá skólanum starfa 205 manns og eru tæplega 2500 nemendur skráðir þar til náms. Skólinn hefur verið leiðandi í uppbyggingu fjarnáms á Íslandi og spilað stórt hlutverk í að mennta fólk óháð búsetu og öðrum aðstæðum sem geta staðið í vegi fyrir staðarnámi. Við í Grænu skrefunum hlökkum mikið til koma að eflingu umhverfisstarfs Háskólans!