Landgræðsla ríkisins viðurkennd fyrir fyrsta Græna skrefið
Landgræðsla ríkisins er nú komin með fyrsta Græna skrefið en það var mjög gaman að koma í heimsókn til þeirra í Gunnarsholt. Græna teymið þeirra var með margar skemmtilegar útfærslur að því hvernig unnið er að málum. Þau t.d. máluðu sjálf á könnurnar sínar til að minnka uppvask, gerðu flottar merkingar fyrir úrgangsflokkana sína (sjá ef smellt er á frétt) og svona ítarlegar merkingar um stofnun hafa bara ekki sést áður 🙂