Drögum úr óþarfa einnota vörunotkun
Á hverjum degi fáum við eitthvað í hendurnar eða kaupum okkur eitthvað sem telst sem einnota notkun. Hér falla undir vörur eins og einnota kaffibollinn sem þú grípur með þér, rörið sem er sett í drykkinn þinn, pokinn sem varan þín er sett í áður en þú nærð að segja nei. Í hverri svona vöru felst mikil sóun en á bak við allar vörur felast neikvæð umhverfisáhrif í t.d. framleiðslu, flutningum, sölu og síðan förgun. Þessi umhverfisáhrif margfaldast síðan þegar við neytum sífellt fleiri slíkra einnota vara í stað þess að nota margnota vörur eða sleppa einhverjum óþarfa.