Bann á 10 einnota plastvörur?
Evrópuþingið samþykkti á dögunum að vinna að því að banna 10 tegundir af einnota plastvörum (diskar, hnífapör, plastglös, rör og hrærur, eyrnapinnar, blöðrupinnar, drykkjarflöskur, tappar, lok og plastumbúðir, sígarettufilterar, blautþurrkur og plastpokar og blöðrur). Þetta eru vörur sem þegar eru til umhverfisvænni staðgengivörur og þær vörur sem finnast helst sem rusl á ströndum. En um 50% af því rusli sem finnst eru þessir 10 einnota vöruflokkar. Auk þess eru tillögur um bann á svokölluðum oxo-degradable plastvörum og frauðplasti. Einnig voru settar fram tillögur um endurvinnslu og söfnun á veiðarfærum sem eru 27% af því plasti sem finnst á ströndum. Þessar tillögur Evrópuþingsins voru samþykktar með miklum meirihluta og munu nú fara til umræðu í Evrópuráðið og svo áfram til samþykktar hjá Evrópusambandsríkjum. Frekari upplýsingar má sjá hér.