Innleiðing aðgerða
Þessi aðgerð er í kaflanum um viðburði og fundi í skrefi 1, einhverjir hafa ekki alveg áttað sig á hvernig megi uppfylla hana en það er gert svona. Þegar sendir eru út auglýsingar um viðburði, námskeið eða stærri fundi að þá séu þátttakendur minntir á að betra sé að þeir komi á staðinn með umhverfisvænni hætti. Þá mættu sumir t.d. benda á að erfitt er að finna bílastæði og betra að koma með strætó. Svo má gera aðra hluti s.s. að segja frá að stofnunin sé að vinna að því að lágmarka umhverfisáhrif með því að velja umhverfisvottaðan ráðstefnu/fundarsal. Eða t.d. að aðeins sé boðið uppá grænmetisrétti á staðnum. Það má vera hvaða skilaboð sem er svo lengi sem við fáum aðra til að hugsa. Þá má benda á að Ríkiseignir fóru þá leið að búa til sér undirskrift í tölvupóstkerfinu þannig að þegar starfsmenn eru að boða til fundar velja þau undirskrift með umhverfis skilaboðum.