ÍSOR stígur 3. skrefið

Innleiðing Grænu skrefanna hefur gengið hratt og örugglega fyrir sig hjá ÍSOR. Viðurkenningu fyrir fyrsta skrefið hlutu þau í janúar 2018 og í dag fengu þau viðurkenningu fyrir það þriðja. Samhliða afhendingu 3. skrefsins fékk stofnunin sömuleiðis silfur í Hjólavottun vinnustaða en öflug hjólreiðamenning er til staðar meðal starfsfólks ÍSOR og aðstaðan eftir því. Flokkun úrgangs er tekin föstum tökum og eru skýrar leiðbeiningar sýnilegar starfsmönnum, bæði á íslensku og ensku. Í viðleitni til að sporna gegn matarsóun hefur stofnunin innleitt skráningarkerfi í mat og sett upp skemmtilega áminningarmiða í matsal. Til hamingju með árangurinn ÍSOR!

isorskref3

Birgitta Steingrímsdóttir hjá Umhverfisstofnun, Guðrún Sigríður Jónsdóttir og Bjarni Richter í teymi Grænna skrefa hjá ÍSOR og Sesselja Traustadóttir hjá Hjólafærni. Á myndina vantar Valdísi Guðmundsdóttur sem einnig er í teymi Grænna skrefa hjá ÍSOR.

78090502 450259289025947 1030090357678800896 n 2

78343092 991198374571132 9127441713210589184 n

79151766 2596409047244688 1961992952607670272 n

Skýrar og góðar leiðbeiningar um flokkun og áminning um matarsóun í matsal.

78846697 2302542260036196 7756630277090181120 n

Starfsfólk getur geymt hjólin sín í hjólaskýli við stofnunina.