Fjölbrautaskólinn í Garðabæ stigu 2 skref
Fjölbrautarskóinn í Garðabæ hlaut viðurkenningu fyrir fyrstu 2 grænu skrefin í síðustu viku á setningu Imbrudaga í skólanum. Þema daganna voru umhverfismál og margt áhugavert var í boði fyrir nemendur skólans af bæði fræðslu og vinnustofum, m.a. flutti Andri Snær Magnason fyrirlestur fyrir fullum sal nemenda, Umhverfisstofnun hélt fyrirlestur um matarsóun og Einar Bárðarson sagði frá Votlendissjóði og þeirra góða starfi.
Óskum starfsfólki og nemendum skólans til hamingju með græna starfið og hlökkum til áframhaldandi samstarfs í að stuðla að betra umhverfi, fyrir okkur og framtíðina!
Á myndinni eru frá vinstri: Snjólaug Elín Bjarnadóttir aðst. skólameistari, Hildur Harðardóttir Umhverfisstofnun, og Kristinn Þorsteinsson skólameistari.
Vinnustofa á Imbrudögum FG, hér var verið að vinna með gamla tauboli og gefa þeim nýtt líf sem breytta boli, töskur o.fl.