Búningaskiptimarkaður á vinnustaðnum
Ný styttist í Öskudaginn þann 22. febrúar og við í Grænu skrefunum hvetjum ykkur til að setja upp búningaskiptimarkað af því tilefni. Í skrefi 4 er ein aðgerð sem snýr sérstaklega að skiptimörkuðum en með slíku framtaki gerum við okkar besta til að framlengja líftíma hlutanna okkar:
Við höfum sett upp skiptistöð (borð og/eða fataslá) þar sem starfsmenn geta komið með hluti að heiman sem þeir vilja gefa áfram og aðrir geta fengið, annaðhvort í afmarkaðan tíma árlega eða til frambúðar. |
Hér getið þið nálgast auglýsingu um slíkan markað fyrir Facebook og hér er sama auglýsing í stærð A4. Þið megið endilega heyra í okkur á graenskref@graenskref.is ef þið viljið nýta ykkur efnið í breyttri mynd og svo getið þið auðvitað nýtt það sem innblástur í eigið efni 🙂
Endilega deilið svo með okkur mörkuðunum ykkar á Samráðsvettvangnum okkar á Facebook.
Við bendum einnig á að fataverslanir Rauða krossins, Barnaloppan, Góði Hirðirinn og aðrar sambærilegar verslanir bjóða upp á gott úrval af búningum á góðu verði.