Fimm græn skref fyrir Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum –
stórt grænt skref fyrir Vestmannaeyjar!

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hefur öðlast sess í hópi fimmtaskrefshafa eftir að hafa staðist úttekt á dögunum. Þar með er Framhaldsskólinn orðinn stærsti vinnustaðurinn í Vestmannaeyjum með fimm skref og mega aðrar stofnanir líta upp til skólans þegar kemur að umhverfismálum. En hér verður ekki staðar numið því Framhaldsskólinn vinnur nú að innleiðingu umhverfisstjórnunarkerfis eftir ISO14001-Staðlinum og mun það kerfi byggja á þeirri vinnu sem lögð hefur verið í fimmta skrefið hjá stofnuninni.

Eins og sést á meðfylgjandi mynd var fimmta skrefinu vel fagnað á jólahlaðborði starfsmanna. Viðurkenningarskjalið barst þó ekki í tæka tíð í jólapóstinum til að fylgja með á myndinni. Við í Grænum skrefum óskum Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum til hamingju með fimmta skrefið og gleðilegra jóla.