Hvers vegna grænn ríkisrekstur?
Hjá ríkinu starfa um 20000 manns. Reksturinn er umfangsmikill og hefur umtalsverð umhverfisáhrif, bæði vegna athafna starfsmanna og vegna þjónustu sem ríkið veitir. Rekstrinum fylgir losun gróðurhúsalofttegunda frá bílum, meðhöndlun úrgangs og ýmsum verkframkvæmdum. Í gegnum innkaup hefur ríkið einnig mikil áhrif, t.d. á losun gróðurhúsalofttegunda. Starfssemi ríkisins fylgir losun efna sem hafa áhrif á loftgæði, m.a. vegna aksturs bíla, malbikunar og ýmislegs viðhalds.
Með virkri umhverfisstjórnun og kaupum á vistvænum vörum og þjónustu má skapa markað fyrir slíkar vörur og draga verulega úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi ríkisins.