Rannsóknastofa við HÍ fagnar 1. og 2 Græna skrefinu
Við óskum Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands til hamingju með 1. og 2. Græna skrefið.
RLE, eins og þau eru jafnan kölluð, hafa staðið sig einstaklega vel í sínu umhverfisstarfi. Þann góðan árangur má bæði þakka brennandi áhuga starfsmanna á umhverfismálum og reynslu af því að vinna í öryggismálum. Öryggismál og umhverfismál eiga nefnilega meira sameiginlegt en margir gera sér grein fyrir. Í báðum tilvikum er mikilvægt að vera með gott verklag, góða stefnu og gott utanumhald til að ná árangri. Starfsmenn í RLE eru vanir því að búa til gæðaskjöl og fylgja gæðastöðlum hvað varðar öryggismál, sem er alls ekki ólýkt því að fylgja gátlista Grænu skrefanna. Gott umhverfisstarf stefnir líka að því að minnka þá áhættu sem felst í hverskonar mengun, alveg eins og öryggisstarf snýr að því að draga úr áhættum. Að lokum verða allir að leggja hönd á plóg til þess að ná raunverulegum árangri í bæði öryggis- og umhverfismálum. Það er því kannski ekki að undra að þessi metnaðarfulla starfsstöð stefnir á ISO umhverfisvottun innan skamms, en fimmta Græna skrefið er í raun léttari útgáfa af því gæðakerfi.
Innilega til hamingju og vel gert!