Vistakstur fyrir alla

Það eru margir kostir við vistakstur en hann dregur úr losun mengandi lofttegunda, minnkar eldsneytisnotkun, minnkar viðhaldskostnað bíla og styttir ferðatíma. Umhverfisstofnun fékk fræðslu um vistakstur fyrir alla starfsmenn stofnunarinnar, í kjölfarið fá tíu starfsmenn sem aka mest fyrir stofnunina einkakennslu í vistakstri. Stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar geta fengið námskeið í vistakstri og er það líka aðgerð í Grænu skrefi nr. 2. Hægt að skoða nánar á t.d. www.vistakstur.is