Upptaka og glærur af morgunverðarfundi
Við þökkum kærlega fyrir góða þátttöku á morgunverðarfundi Grænna skrefa þann 21. október síðastliðinn. Hér að neðan finnið þið upptökur og glærur frá fundinum ásamt spurningum sem við leituðum svara við í kjölfar fundar. Vinnustofur voru ekki teknar upp en myndir af umræðuborðum má finna hér.
Staða Grænu skrefanna og umbætur á aðgerðum – Þorbjörg Sandra Bakke
Græn skref – Þjóðskjalasafn – Anna Elínborg Gunnarsdóttir
Græn skref – Vatnajökulsþjóðgarður – Agnes Brá Birgisdóttir
Aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum – Anna Sigurveig Ragnarsdóttir
Nokkrar spurningar sem við ætluðum að svara hér:
Hver er staðan á samræmingu sorpflokkunar á landsvísu?
Fyrst er vert að undirstrika að samræming sorpflokkunar þýðir fyrst og fremst samræmdar merkingar/litakóðar fyrir hvern úrgangsstraum. Tillaga um samræmingu kemur fram í drögum að stefnu um meðhöndlun úrgangs sem Umhverfisstofnun skilaði til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í október 2019. Áætlað er að sett verði fram frumvarpsdrög um breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs á vorþingi 2021 og er von stofnunarinnar að samræmingarkrafan verði hluti af því frumvarpi.
Á hvaða vettvangi er verið að skoða kaup á kolefnisreikni matvæla og hvar er sú vinna stödd?
Í aðgerð 2.2.A í Innkaupastefnu matvæla fyrir ríkisaðila, sem samþykkt var árið 2019, segir: Stjórnvöld leggi til reiknilíkan sem mælir kolefnisspor matvæla frá framleiðanda til kaupanda. Umhverfis- og auðlindaráðuneyti og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti eru þessa dagana að skoða hvort fjármögnun fáist fyrir aðgang allra ríkisstofnana að slíkum reikni. Sú vinna er því í gangi en erfitt að segja hvenær niðurstaða fæst í málið.
Sjá upplýsingar um Matarspor Eflu hér.
Hvar finnum við upplýsingar um kolefnisspor vefsíða?
Á síðunni Website Carbon.
Hvar finnum við upplýsingar um það sem hafa skal í huga þegar flutt er í nýtt húsnæði?
Við höfum tekið saman nokkra punkta, sjá undir Vinnugögn hér.