Veðurstofan stígur 3 skref í einu
Veðurstofa Íslands hefur nú fengið viðurkenningu fyrir að stíga fyrstu þrjú Grænu skrefin. Öflugt umhverfisstarf hefur verið unnið á stofnuninni um árabil og ljóst að það er rótgróið í menningu vinnustaðarins að huga að umhverfinu í hvívetna. Nýtni er í hávegum höfð og fá starfsmenn sem vilja t.a.m að eiga raftæki sem stofnunin hefur ekki þörf fyrir lengur. Þegar skrifborð eru endurnýjuð er einungis skipt um borðplötur og fæturnir nýttir áfram. Starfsfólk Veðurstofunnar eru miklir hjólreiðagarpar og hjóla margir til og frá vinnu allt árið um kring. Aðstaða fyrir hjólandi og gangandi er til fyrirmyndar, hægt er að geyma hjól í læstum rýmum og búningsherbergi með sturtum til staðar fyrir bæði kyn. Á hverju vori er hjólaviðgerðardagur þar sem starfsfólk aðstoðar hvert annað við að yfirfara og gera hjólin klár fyrir sumarið. Stofnunin skaffar svo það sem þarf til viðgerða. Veðurstofan hefur tekið þátt í Hjólað í vinnuna í mörg ár og oftar en ekki fengið viðurkenningu fyrir góðan árangur. Starfsfólk og gestir á rafbílum þurfa ekki að örvænta því sex hleðslustöðvar eru staðsettar á bílapani Veðurstofunnar. Til hamingju með glæsilegan árangur Veðurstofa Íslands!
Einar Birgir Hauksson, Ingveldur Björg Jónsdóttir, Svava Björk Þorláksdóttir og Gerður Stefánsdóttir meðlimir umhverfisteymis Veðurstofu Íslands, Árni Snorrason forstjóri og Birgitta Steingrímsdóttir hjá Umhverfisstofnun.
Starfsfólk Veðurstofu Íslands setur veðrið ekki fyrir sig þegar kemur að hjólreiðunum! Hér má sjá þau hlaðin viðurkenningum í átakinu Hjólað í vinnuna.
Hjólaviðgerðardagurinn. Hér hjálpast allir að við að efla hjólreiðamenningu vinnustaðarins.
Frábær aðstaða fyrir rafbílandi.