Örplast í maga fýla og í kræklingi

Í rannsókn á örplasti í maga fýla og í kræklingi sem Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum og Náttúrustofa Norðausturlands gerðu fyrir Umhverfisstofnun. Kom í ljós að plast fannst í maga um 70% fýla sem rannsakaðir voru og í 40-55% kræklinga. Sjá frétt og niðurstöður rannsóknanna hér. Örplastmengun í fýlum og kræklingi reyndist minni hér við land en í ýmsum öðrum löndum, en dragi ekki úr plastmengun mun plast í sjávarlífverum og fuglum að öllum líkindum aukast. Lausnirnar eru að draga úr neyslu á plasti, að allt plast fari til endurvinnslu og svo er afar mikilvægt að sveitarfélög bæti hreinsun á skólpi og ofanvatni til að koma í veg fyrir að örplast berist út í sjó.