Fyrsti framhaldsskólinn með Græn skref
Við óskum Menntaskólanum við Sund innilega til hamingju með fyrstu tvö grænu skrefin, þau eru vel að þeim komin og voru í raun löngu byrjuð að vinna að flestu sem fram kemur í skrefunum enda starfsmenn almennt mjög umhverfisþenkjandi. Menntaskólinn við Sund var einnig fyrsti menntaskólinn sem gerði umhverfisfræði að skylduáfanga hjá sér. Þau jafnvel ganga svo langt í endurnýtingu hjá sér að trébretti eru nýtt í jólaskraut eins og myndin sýnir. Innilega til hamingju.