Velferðarráðuneytið komið á Grænskrefa flug

Ráðuneytið hóf vinnu við Grænu skrefin af alvöru í sumar og hafa nú þegar fengið viðurkenningu fyrir fyrstu tvö þeirra. Þetta er frábær árangur hjá þeim á svo stuttum tíma og hefur umhverfishópurinn þeirra fengið aðra starfsmenn ráðuneytisins í verkefnið með sér bæði hvað varðar aðstoð við innleiðingu og hugmyndir að verkefnum. Svo þetta hefur sannarlega verið samhent átak hjá þeim. Vel gert og við hlökkum til að vinna áfram að verkefninu með þeim.