Náttúrufræðistofnun Íslands í úttekt á fyrsta skrefi

Náttúrufræðistofnun, Urriðaholti vinnur nú að því að klára fyrsta Græna skrefið en farið var í úttekt þangað fyrir skömmu. Stofnunin stendur sig frábærlega vel í umhverfismálunum og þá sérstaklega við að nýta alla hluti vel t.d. eru gömul gróðurkort notuð í gjafapappír, skrifstofuvörur allar endurnýttar eins og hægt er. Starfsmenn fá síðan sérstakt lof fyrir að endurnýta hluti úr gömlum tölvum til að uppfæra nýjar. Frábær vinna hjá stofnuninni.