Hjólavottun vinnustaða
Verkefnið Hjólavottun vinnustaða veitti nokkrum ríkisstofnunum vottun sína fyrir bætta aðstöðu fyrir reiðhjól viðskiptavina og samgöngustefnu fyrirtækja. Það var gaman að sjá að mörg ráðuneyti voru með í þessari lotu s.s. Forsætis-, efnahags- og fjármála-, utanríkis, umhverfis- og auðlinda-, atvinnu- og nýsköpunar, dómsmála-, samgöngu- og sveitarstjórnar-, mennta- og menningarmálaráðuneytið. Einnig fengu Orkustofnun, Samgöngustofa og Seðlabanki Íslands hjólavottun. Frekari upplýsingar um verkefnið er hægt að finna hér.