Að hjóla er raunverulegur valkostur
Háskóli Íslands gaf út kort fyrir starfsmenn og nemendur þar sem hvatt er til þessa að fólk hjóli til og frá skólanum. Á kortinu má sjá hversu langan tíma það tekur fólk að hjóla einn km. Bendum líka á vefsíðu Hjólafærni en þar er hægt að skoða tímavegalengdir í nokkrum sveitarfélögum.
Nokkrar hjólastaðreyndir:
1. Hjólreiðar eru frábær heilsurækt
2. Reiðhjólið er umhverfisvænt
3. Á hjólinu sleppurðu við umferðaröngþveiti
4. Tími gefst til að skoða sig um og njóta útiveru
5. Góð hjólastæði eru upp við byggingar Háksólans og enginn tími fer í að leita að bílastæði
6. Reiðhjólið er ódýrt í rekstri í samanburði við einkabílinn