Fjórða skrefið hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Þá er fjórða skrefið komið hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu en starfsmenn þar hafa unnið markvisst að innleiðingu verkefnisins. Sem hluta af aðgerðum verkefnisins ætla þau að gróðursetja í reit sinn hjá Hekluskógum einu sinni á ári sem lið í kolefnisjöfnun og að fara árlegar hreinsunarferðir, þau þrýstu einnig á að settar yrðu upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla á bílastæði ráðuneytisins og eru að vinna í að fá hjólavottun. Sigríður Auður Arnardóttir ráðuneytisstjóri tók á móti viðurkenningunni.