Hjólastæði er ekki bara hjólastæði
Þegar setja á upp hjólastæði er gott að skoða mismunandi gerðir, staðsetningu og hvað hentar hverjum vinnustað fyrir sig. Hjólreiðamenn mæla sérstaklega með því að settir séu upp hjólabogar enda styðja þeir vel við hjólið og auðvelt er að læsa stellinu við bogann. Gallinn við einfaldar hjólagrindur er sá að gjarðirnar á hjólunum eiga það til að beyglast þegar álag er á hjólið t.d. vindur. Það margborgar sig að leggja aðeins meira fjármagn í vel gerð hjólastæði sem allir vilja nota. Svo er líka gaman að vekja athygli á hjólastæðum með því að gera eitthvað nýtt og öðruvísi.
Myndin og upplýsingarnar eru fengnar af vef Landssamtaka hjólreiðamanna.