Fyrsta skrefið hjá Vegagerðinni í Borgarnesi
Til hamingju starfsmenn Vegagerðarinnar, með fyrsta Græna skref starfsstöðvarinnar í Borgarnesi. Þar eru menn samviskusamir í að reyna að finna leiðir til að endurnýta eins vel og hægt er. T.d. þá fá þau notað salt frá fiskvinnslum á Snæfellsnesi til að dreifa á vegina á veturna, einnig eru vegstikurnar margsinnis endurnýttar og þegar það er ekki lengur hægt eru þær sendar í endurvinnslu hér á Íslandi.