Hleðslustöð fyrir rafbíla hjá Skógræktinni á Akureyri
Það þarf oft ekki flókinn búnað til að búa til aðstöðu fyrir rafbíla stofnana eða fyrir starfsfólk og gesti. Hér t.d. setti Skógræktin á Akureyri upp einfalda hleðslustöð sem fólk þar getur nýtt sér þurfi það hleðslu á bílinn sinn. Svo sakar ekki hvað hún er hrikalega flott og passar vel við sitt umhverfi.