Starfsstöð Umhverfisstofnunar í Vestmannaeyjum lauk 5 skrefinu
Nú þegar starfsstöð Umhverfisstofnunar í Vestmannaeyjum hefur lokið 4 og 5 skrefi á aðeins ein starfsstöð stofnunarinnar eftir að innleiða Grænu skrefin. Á starfsstöðinni í Vestmannaeyjum er aðeins einn starfsmaður en skrifstofa hennar er í húsi með mörgum öðrum stofnunum og fyrirtækjum sem verða einnig fyrir áhrifum af verkefninu.