Endurnota eins og hægt er
Stefna Landmælinga í innkaupamálum er að forðast í lengstu lög að kaupa nýtt ef eldri búnað er hægt að nýta. Til dæmis eru tölvur gjarnan látnar ganga á milli starfsmanna, sem hafa ólíkar þarfir í þeim efnum. Þannig þurfa þeir sem vinna í kortagerð mun öflugri tæki en þeir sem sinna t.d. almennum skrifstofustörfum og þegar tölvur þeirra fyrrnefndu úreldast fyrir kortavinnuna geta þær gagnast vel fyrir aðra.