Skógrækt til kolefnisjöfnunar
Í sóknaráætlun um loftslagsmál kemur fram að tækifæri Íslands í kolefnisjöfnun felast fyrst og fremst í skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Þá er upplagt fyrir stofnanir að taka þátt í t.d. gróðursetningu með skógræktarfélögum eða öðrum verkefnum. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar heldur sjálfboðaliðadag sinn á laugardaginn 24. september, milli kl. 10.00 og 12.00. Allir eru velkomnir og í lokin er boðið uppá hressingu. Frekari upplýsingar er hægt að fá hér.