Plast eða ekki plast? það er stóra spurningin
Við fáum oft spurningar um flokkun og þá sérstaklega hvort plast sé plast, málmur eða eitthvað annað. Góð og auðveld aðferð til að greina þetta í sundur er að krumpa umbúðirnar og ef þær halda því lagi þá eru þær úr málmi eða meirihluti innihaldsins er málmur. Ef umbúðin sprettur aftur í sundur í nánast upprunalegt form þá er það plast. Þar af leiðandi erum við að flokka t.d. snakkpoka og suma kaffipoka í plast. Hér er hægt að sjá stutt myndband sem sýnir aðferðina.