1. Græna skrefið hjá Hörpu komið og strax stefnt á næstu
Mynd. Gró Einarsdóttir, sérfræðingur Grænna skrefa og Rakel Lárusdóttir, tengiliður Grænna skrefa fyrir hönd Hörpu
Í gær afhentum við Hörpu 1. Græna skrefið. Það var afar gleðilegt vegna þess að við teljum að það sé mjög mikilvægt að Harpa standi sig vel í umhverfismálum. Það mætti jafnvel segja að hún sé andlit ríkisins bæði innávið og útávið. Fjöldinn allur af almenningi á Íslandi og alþjóðlegum gestum sækja Hörpu heim á hverju ári. Það umhverfisstarf sem gestir Hörpu mæta segja sögu um metnað og áherslur íslenska ríkisins í umhverfismálum. Það er því okkar von og ásetningur Hörpu að hún verði leiðandi í umhverfismálum. Það er mikill gangur í Grænu skrefunum hjá Hörpu og þrátt fyrir að það sé ekki langt síðan þau skráðu sig til leiks þá eru þau strax komin með 1. skrefið og langt komin með næsta. Markið er svo sett á að klára öll 5. skrefin fyrir lok árs.
Við óskum Hörpu innilega til hamingju og gleðjumst yfir kraftinum og metnaðinum í verkefninu.