Annað skref Hafrannsóknastofnunar

Við óskum Hafrannsóknastofnun til hamingju með að hafa lokið Grænu skrefi nr. 2 af 5. Lísa Anne Libungan á Uppsjávarlífríkissviði tók við skrefinu en hún situr í Umhverfisnefnd Hafró. Stofnunin sýnir vilja í verki og að eigin frumkvæði gróðursettu þau nú í vor 77 tré í Heiðmörk. Þar eiga þau reit sem þau kalla Brimgarð og gerðu starfsmenn og fjölskyldur sér glaðan dag, grilluðu og plöntuðu trjám með krökkunum sínum í yndislegu veðri. Framtakið verður endurtekið næsta vor!

grodursetning heidmork2

grodursetning heidmork8

grodursetning heidmork6

grodursetning heidmork4