Upptaka af upplýsingafundi um Grænt bókhald

Í gær héldum við upplýsingafund um Grænt bókhald. Einhverjir áttu í vandræðum með að komast á fundinn og bíða því spenntir eftir upptökunni á fundinum. Við getum glatt ykkur með því að núna er biðin loksins á enda.

Dagskrá fundarins var eftirfarandi:

  1. Skilafrestur og viðmiðunarár
  2. Kennslumyndband um Græna bókhaldið og algengar spurningar
  3. Umfang, starfsstöðvar og réttar deilitölur
  4. Kolefnisjöfnun og kolefnisbinding
  5. Myndræn framsetning á gögnunum og samanburður skilaaðila
  6. Spurningar og svör

Við bendum svo á þjónustuborð Græna bókhaldsins á milli 13:30 – 15:00 föstudaginn 26. mars. Á meðan þjónustuborðið er opið er hægt að komast inn á rafræna fundarboðið og fá aðstoð við Græna bókhaldið og spyrja spurninga. Fyrir spurningar er auðveldast að hafa samband við sinn tengilið í Grænu skrefunum, eða senda póst á graenskref@graenskref.is

Bestu

Gró Einarsdóttir (gro.einarsdottir@umhverfisstofnun.is), Ásdís Nína Magnúsdóttir (asdis.magnusdottir@umhverfisstofnun.is), og Þorbjörg Sandra Bakke (thorbjorg.bakke@umhverfisstofnun.is)